Arnór Borg Guðjohnsen skoraði mikilvægt jöfnunarmark Fylkis gegn Val í Pepsi Max-deildinni í gær. Leikmaðurinn var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.
Það stefndi í 1-0 sigur Vals í gær þegar Arnór fékk boltann inn fyrir vörn þeirra rauðklæddu og afgreiddi boltann í markið.
Arnór var að koma til baka úr meiðslum og stimplaði sig rækilega inn aftur.
,,Það var verið að tala um að hann gæti verið lengi frá svo það var bara frábært að fá hann aftur,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, einn af sérfræðingum þáttarins.
Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, er mjög hrifinn af Arnóri. ,,Þetta er náungi sem gæti náð langt.“
Áður en Arnór kom til Fylkis spilaði hann með yngri liðum Swansea. Kristján segir að leikmaðurinn hafi augljóslega hæfileika fyrst hann komst á það stig. Arnór er bróðir Eiðs Smára Guðjohnsen, knattspyrnugoðsagnar.
,,Swansea tók hann ekki bara af því að hann var Guðjohnsen, ég bara trúi því ekki,“ sagði Kristján.