Guðjón Pétur Lýðsson skoraði frábært mark fyrir ÍBV í 0-3 sigri gegn Vestra í Lengjudeildinni í dag.
Markið skoraði hann frá miðjum vellinum. Hann hafði greinilega tekið eftir því að markvörður andstæðingsins stóð framarlega. Það nýtti hann sér.
Guðjón Pétur kom til Eyjamanna fyrir tímabilið. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar. Stefnan er sett á sæti í efstu deild.
Markið glæsilega má sjá hér fyrir neðan.
Take a bow GPL! @IBVsport @GudjonLydsson pic.twitter.com/ighxweq6YQ
— Guðmundur Sigfússon (@Gummi_10) June 27, 2021