fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: FH gerði jafntefli við KA í fyrsta deildarleik Óla Jó

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 18:07

Jonathan Hendrickx. Mynd/KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH og KA mættust í skemmtilegum leik í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Jafntefli varð niðurstaðan.

FH fékk víti eftir 20 mínútna leik þegar Brynjar Ingi Bjarnason braut á Birni Daníel Sverrissyni innan teigs. Steven Lennon fór á punktinn og skoraði. Staðan í hálfleik var 1-0.

Dusan Brkovic, varnarmaður KA, fékk rautt spjald um miðjan seinni hálfleik fyrir að brjóta á Ágústi Eðvald Hlynssyni sem aftasti maður.

Þrátt fyrir þetta tókst KA að jafna á 75. mínútu. Þá skoraði Jonathan Hendrickx gegn sínum gömlu félögum eftir sendingu frá Ásgeiri Sigurgeirssyni.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark. Lokatölur í Kaplakrika 1-1.

KA er í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Þeir eru 6 stigum á eftir toppliði Vals og eiga leik til góða.

FH er í sjötta sæti með 12 stig eftir tíu leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Í gær

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum