Nú er í gangi fyrsti leikur 16-liða úrslitanna á Evrópumótinu í knattspyrnu. Þar eigast við Wales og Danmörk og þegar þetta er skrifað leiða Danir með einu marki gegn engu.
Það vakti athygli í byrjun leiks þegar Gareth Bale og félagar hans í velska landsliðinu afhentu Simon Kjaer, fyrirliða Danmerkur, landsliðstreyju Wales með nafni og númeri Christian Eriksen. Fyrir neðan stóð „láttu þér batna“.
Christian Eriksen féll niður í fyrsta leik Danmerkur á EM og fór í hjartastopp. Hann er nú á batavegi og er laus af spítala eftir bjargráðsísetningu.
"Christian, get well soon"
A touch of class from Gareth Bale and Wales ❤️#EURO2020 | #WAL #DEN pic.twitter.com/eFpFbtfDlO
— Goal (@goal) June 26, 2021