Umboðsmaður Jack Grealish hefur náð samkomulagi við Aston Villa um að leyfa miðjumanninum að fara í sumar fyrir rétta upphæð. Ensk blöð fjalla um málið.
Þannig er búist við því að Manchester City skelli 100 milljónum punda á borðið hjá Aston Villa eftir Evrópumótið til að klófesta Grealish.
Aston Villa vill fá 17 milljarða íslenskra króna fyrir Grealish og þar með verður hann dýrasti leikmaður í sögu enska boltans.
City er að eltast við Grealish og Harry Kane en líklega þarf um 25 milljarða íslenskra króna til að fá Kane frá Tottenham.
Grealish var frábær á köflum með City á síðustu leiktíð og horfir Pep Guardiola í það að hann styrki lið sitt verulega.