Umboðsmaður Jack Grealish hefur náð samkomulagi við Aston Villa um að leyfa miðjumanninum að fara í sumar fyrir rétta upphæð. Ensk blöð fjalla um málið.
Þannig er búist við því að Manchester City skelli 100 milljónum punda á borðið hjá Aston Villa eftir Evrópumótið til að klófesta Grealish.
Daily Mail gengur svo langt og fullyrðir að Grealish verði kynntur sem leikmaður City strax eftir mótið.
Þar segir einnig að um leið og Grealish hefur krotað undir muni City setja fullan þunga í það að klófesta Harry Kane frá Tottenham.
Kane vill komast burt frá Spurs en Manchester City hefur lagt fram fyrsta tilboð sem Tottenham hafnaði.