fbpx
Laugardagur 19.júní 2021
433Sport

Chelsea gæti borgað svakalega upphæð fyrir Haaland – Munu reyna að senda framherja sinn í hina áttina

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 18:24

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea virðist leiða kapphlaupið um norska framherjann Erling Braut Haaland þessa stundina. Félagið gæti boðið Dortmund himinnháa upphæð fyrir þjónustu leikmannsins.

Haaland hefur verið frábær fyrir Dortmund frá því hann kom til félagsins í janúar 2020 frá RB Salzburg. Það er tímaspursmál hvenær þessi tvítugi framherji mun fara í stærra félag.

Samkvæmt nokkrum erlendum miðlum ætlar Chelsea að bjóða Dortmund Tammy Abraham, enskan framherja sinn, til félagsins upp í verðið á Haaland. Hafni þýska félagið þessu boði gæti enska félagið hins vegar boðið um 150 milljónir punda í Norðmanninn. Það er talin vera upphæðin sem Dortmund vill, ætli eitthvað félag sér að sækja Haaland strax í sumar. Hins vegar er ákvæði í samningi leikmannsins sem er svo hljóðandi að lið geti keypt hann fyrir 68 milljónir punda sumarið 2022.

Þrátt fyrir að Chelsea leiði kapphlaupið um Haaland eins og er þá eru mun fleiri stórlið með auga á honum. Til að mynda félög á bæði Englandi og Spáni.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Stuðningsmenn slógust í Lundúnum

Sjáðu myndbandið: Stuðningsmenn slógust í Lundúnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eriksen útskrifaður af spítala – ,,Mun styðja liðið á mánudag“

Eriksen útskrifaður af spítala – ,,Mun styðja liðið á mánudag“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svíþjóð sigraði Slóvakíu – Emil skoraði eina markið

Svíþjóð sigraði Slóvakíu – Emil skoraði eina markið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ótrúlegir yfirburðir Blika á öllum sviðum en uppskeran rýr

Ótrúlegir yfirburðir Blika á öllum sviðum en uppskeran rýr
433Sport
Í gær

Ísak seldur í Danmörku og þarf að yfirgefa ísland

Ísak seldur í Danmörku og þarf að yfirgefa ísland
433Sport
Í gær

Skúrkurinn gómaður í sleik á snekkju – Játaði sekt sína með undarlegri yfirlýsingu

Skúrkurinn gómaður í sleik á snekkju – Játaði sekt sína með undarlegri yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Ramos ósáttur við endalokin hjá Madrid

Ramos ósáttur við endalokin hjá Madrid
433Sport
Í gær

Ronaldo bannar syni sínum að drekka gos og skipar honum á hlaupabrettið

Ronaldo bannar syni sínum að drekka gos og skipar honum á hlaupabrettið