fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Chelsea gæti borgað svakalega upphæð fyrir Haaland – Munu reyna að senda framherja sinn í hina áttina

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 18:24

Erling Braut Haaland. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea virðist leiða kapphlaupið um norska framherjann Erling Braut Haaland þessa stundina. Félagið gæti boðið Dortmund himinnháa upphæð fyrir þjónustu leikmannsins.

Haaland hefur verið frábær fyrir Dortmund frá því hann kom til félagsins í janúar 2020 frá RB Salzburg. Það er tímaspursmál hvenær þessi tvítugi framherji mun fara í stærra félag.

Samkvæmt nokkrum erlendum miðlum ætlar Chelsea að bjóða Dortmund Tammy Abraham, enskan framherja sinn, til félagsins upp í verðið á Haaland. Hafni þýska félagið þessu boði gæti enska félagið hins vegar boðið um 150 milljónir punda í Norðmanninn. Það er talin vera upphæðin sem Dortmund vill, ætli eitthvað félag sér að sækja Haaland strax í sumar. Hins vegar er ákvæði í samningi leikmannsins sem er svo hljóðandi að lið geti keypt hann fyrir 68 milljónir punda sumarið 2022.

Þrátt fyrir að Chelsea leiði kapphlaupið um Haaland eins og er þá eru mun fleiri stórlið með auga á honum. Til að mynda félög á bæði Englandi og Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Í gær

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer