fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Arnar Sveinn fullyrðir að talað sé niður til kvenna um allt land

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 07:00

Arnar Sveinn. Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, sagði í viðtali við RÚV að niðrandi tal í garð kvenna þrífist í öllum karlaklefum á Íslandi. Hann segir að leikmannasamtökin muni leggjast yfir það hvernig sé hægt að breyta umræðunni.

Önnur #metoo bylgja fór af stað á Íslandi á dögunum og hefur fjöldinn allur af kvenfólki stigið fram og sagt frá upplifun sinni af kynbundnu ofbeldi. Fyrrum knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson fór í viðtal á dögunum þar sem hann ræddi hversu eitruð stemmningin í karlaklefum geti verið í knattspyrnuheiminum. Arnar tók í svipaðan streng.

,,Ég held að þú værir í mikilli blekkingu ef þú myndir segja að þú kannist ekki við það sem Garðar var að tala um. Ég held að þetta eigi ekki bara við um suma fótboltaklefa. Ég held að þetta eigi við um alla fótboltaklefa,“ sagði Arnar.

,,Menn telja sig vera í öruggu rými og að þeir geti í rauninni sagt eitthvað sem þeir myndu ekki segja annars staðar. Þó svo að það sé í gamansömum tón þá er það ekki eitthvað sem á að viðgangast. 

Arnar segir það mismunandi hvað menn nákvæmlega segja sem er niðrandi í garð kvenna.

,,Það eru einhverjr brandarar sem eru misheppnaðir. Þetta er kannski bara ákveðin orðræða sem klárlega er ekki til þess fallin að auka virðingu gegn kvenfólki. Það er alls ekki þar með sagt að það séu allir uppvísir að slíkum ummælum en það er ákveðin meðvirkni inni í klefa þegar ákveðin umræða fer af stað. 

Formaðurinn segir að það geti verið erfitt fyrir leikmenn að stíga niður fæti og stöðva umræðuna.

,,Þú ert hræddur við að sýna einhvern veikleika. Hingað til hefur það bara verið þannig hjá karlmönnum að það að sýna tilfinningar er veikleiki. Það að sýna að þú sért ekki til í eitthvað er veikleiki. Þar af leiðandi finnst þér kannski að þú sért að minnka möguleika þína á því að vera í liðinu með því að sýna veikleika.“ 

Leikmannasamtökin ætla að skoða hvernig þau geta átt þátt í því að breyta umræðunni til hins betra.

,,Við erum að skoða það hvernig við getum lagt okkar að mörkum í þessari baráttu. Það er auðvitað búið að vera ótrúlega erfitt að fylgjast með þessari umræðu sem hefur verið síðustu daga og það er auðvitað bara gríðarlega vont að kvenfólk geti ekki gengið um í öryggi á Íslandi, það er auðvitað bara ótrúlega vont. Við erum alls ekki undanskilin því að taka þátt í þeirri breytingu sem að ég held að langflestir, ef ekki allir, vilja sjá. Að það sé borin meiri virðing fyrir kvenfólki.“

Hlusta má á viðtalið við Arnar í fullri lengd með því að smella hér. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Í gær

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér
433Sport
Í gær

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu