fbpx
Miðvikudagur 23.júní 2021
433Sport

Kærastan brjáluð – ,,Hlýtur að vera brandari“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 19:16

Mynd/Mirror

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tammy Abraham, leikmaður Chelsea, var skilinn eftir utan hóps fyrir úrslitaleik enska bikarsins gegn Leicester í dag. Leah Monroe, kærasta hans, fór á Instagram og lét óánægju sína í ljós. Hún hefur nú eytt færslunni.

Chelsea tapaði leiknum í dag 1-0. Það var Youri Tielemans sem gerði sigurmark Leicester á 63. mínútu.

Framtíð Abraham er í mikilli óvissu. Hann spilaði reglulega undir stjórn Frank Lampard en eftir komu Thomas Tuchel til félagsins hefur hann varla verið valinn í liðið. Leikmaðurinn hefur til að mynda verið orðaður við West Ham. Það að hann hafi verið skilinn eftir utan hóps í dag ýtir einungis undir þær sögusagnir um að hann sé á förum frá Chelsea.

Monroe var virkilega ósátt með það að hennar maður hafi verið utan hóps í dag og skrifaði á Instagram:  ,,Hvernig dettur þér það í hug að skilja þinn helsta markaskorara eftir utan hóps fyrir úrslitaleik!?!“ 

,,Þetta er sama manneskja og skoraði mörkin sem komu ykkur í úrslitaleikinn. Þetta stenst ekki. Hann er ekki einu sinni á bekknum. Þetta hlýtur að vera brandari.“ 

Monroe hefur þó séð að sér eða fengið einhverjar ábendingar þar sem hún hefur nú eytt færslunni.

Skjáskot af færslunni má sjá hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Garðar Örn um frægðina og gælunafnið: „Ég var sakaður um að hata heilt bæjarfélag“

Garðar Örn um frægðina og gælunafnið: „Ég var sakaður um að hata heilt bæjarfélag“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Freyr staðfestur sem þjálfari Lyngby

Freyr staðfestur sem þjálfari Lyngby
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Brandon má fara

Brandon má fara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beiðni þeirra um að styðja baráttu samkynhneigðra hafnað

Beiðni þeirra um að styðja baráttu samkynhneigðra hafnað
433Sport
Í gær

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna
433Sport
Í gær

Glódís stóð vaktina í vörninni er lið hennar sigraði

Glódís stóð vaktina í vörninni er lið hennar sigraði