fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: Jafnt í Grindavík – Stórsigur KR

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag og í kvöld. Grindavík og Haukar gerðu jafntefli. KR vann öruggan sigur á HK.

Christabel Oduro kom Grindavík yfir gegn Haukum um miðjan fyrri hálfleik. Þær leiddu með því marki í hálfleik. Þórey Björk Eyþórsdóttir jafnaði metin fyrir gestina þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Lokatölur urðu 1-1.

Haukar eru með 4 stig eftir tvær umferðir. Grindavík er með 2 stig.

KR gerði þá góða ferð í Kórinn fyrr í dag. Þær komust yfir snemma leiks er Gígja Valgerður Harðardóttir gerði sjálfsmark. Gestirnir úr Vesturbæ tvöfölduðu forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Kathleen Rebecca Pingel. Staðan í hálfleik var 0-2. Kathleen gerði út um leikinn með sínu öðru marki eftir klukkutíma leik. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir skoraði svo fjórða mark KR um tíu mínútum síðar áður en Lára Einarsdóttir klóraði í bakkann fyrir HK undir lok leiks. Lokatölur 1-4.

KR er með 3 stig eftir tvær umferðir. HK er með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla