fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 11. maí 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgal virðist vera líklegasta landið til að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar þetta árið. Leikurinn átti að fara fram í Istanbul í Tyrklandi en UEFA hefur ákveðið að hætta við það.

Mikið er um COVID-19 smit í Tyrklandi þessa stundina og er landið á rauðum lista Englendinga, sem þýðir að aðdáendur gætu ekki ferðast til landsins.

Þar sem tvö ensk lið eru í úrslitaleiknum, Manchester City og Chelsea, kom upp sú hugmynd að halda leikinn á Wembley en þá þyrftu stuðningsmenn liðanna ekki að ferðast á milli landa. Bresk stjórnvöld hafa þó ekki náð samningi við UEFA þar sem UEFA krefst þess að ýmsir á þeirra vegum komist á leikinn en bresk stjórnvöld eru ekki til í að gera þær undantekningar á sóttvarnarreglum.

Portúgal er á grænum lista stjórnvalda í Bretlandi og er því betri kostur en Tyrkland. Þá telur UEFA að auðveldara væri að semja við stjórnvöld þar um undantekningar frá sóttvarnarreglum. Leikvellir Porto og Lisbon eru taldir líklegastir fari leikurinn fram í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt