fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Atli Viðar finnur til með Sölva Snæ – ,,Mér finnst þetta með ólíkindum sorglegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Viðar Björnsson, goðsögn FH og sparkspekingur, segist finna til með Sölva Snæ Guðbjargarsyni í kjölfar þeirrar umræðu sem hefur skapast um hann eftir að Rúnar Páll Sigmundsson sagði af sér sem þjálfari Stjörnunnar. Samningsstaða leikmannsins er talin hafa haft áhrif á uppsögnina.

Stjórnarmenn í Stjörnunni eru sagðir hafa verið ósáttir með það að Sölvi hafi fengið að spila fyrsta leik Íslandsmótsins gegn Leikni um síðustu helgi án þess að vera búinn að skrifa undir nýjan samning. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Breiðablik. Málið var krufið í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. 

,,Ég finn til með honum (Sölva). Mér finnst þetta með ólíkindum sorglegt mál,“ sagði Atli í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær. ,,Ef þetta er rétt, sem ég óttast að sé, að stjórnin hafi verið að skipa Rúnari að nota ekki Sölva, það finnst mér grafalvarlegt mál.“

Umræðan hefur verið á þann veg að afskiptasemi stjórnarinnar hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá Rúnari. Því hafi hann sagt upp.

,,Sölvi Snær er ekki að gera nokkurn skapaðan hlut rangt. Fyrir mér á það að gerast núna, hafi það ekki gerst, að stjórnarmenn Stjörnunnar hringi í Sölva og biðji hann afsökkunnar.“

Atli fordæmir vinnubrögðin. ,,Ef menn vilja standa fyrir þetta þá myndi ég nú helst kjósa að menn finndu sér eitthvað annað að gera.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf Robertson til Diogo Jota – „Ég er þakklátur fyrir tímann sem þú gafst okkur“

Sjáðu fallegt bréf Robertson til Diogo Jota – „Ég er þakklátur fyrir tímann sem þú gafst okkur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Í gær

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Í gær

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt