fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Ætluðu ekkert að gera í baráttunni gegn kynþáttafordómum – ,,Er þessum andskotum alvara?“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 12:00

Troy Deeney.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Troy Deeney, fyrirliði Watford, sagði nýlega frá áhugaverðum fundi fyrirliða og forráðamanna sem átti sér stað í kjölfar morðsins á Bandaríkjamanninum George Floyd. Þar átti að ræða það hvernig enska úrvalsdeildin myndi vekja athygli á kynþáttahatri. Deeney segir þó að ekki hafi mátt miklu muna til þess að málefnið yrði hundsað.

Floyd var myrtur af lögreglumanninum Derek Chauvin í Minneapolis fyrir tæplega ári síðan. Málið vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, sem og um heim allan. Knattspyrnumenn hafa síðan tekið upp á því að krjúpa á hné fyrir leiki. Það hefur til að mynda verið gert fyrir alla leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Á fundi fyrirliða og forráðamanna liða í deildinni, sem haldinn var þegar enska úrvalsdeildinn var í pásu vegna kórónuveirunnar, átti meðal annars að ræða það hvernig lið í ensku úrvalsdeildinni myndu sýna stuðning við Black Lives Matter, hreyfingu sem fékk mikilvæga athygli í kjölfar morðsins á Floyd. Deeney segir þó að mörgum leikmönnum hafi greinilega þótt viðfangsefnið óþægilegt og hafi ætlað að sleppa við að ræða það.

,,Þeir ætluðu ekki einu sinni að tala um þetta! Ekki vegna þess að þeir vildu það ekki, heldur vegna þess að þetta var hópur af hvítum mönnum og konum sem vildu ekki hefja svo óþægilega umræðu,“ sagði Deeney um fundinn.

Þá sendi leikmaðurinn Wes Morgan, fyrirliða Leicester, einkaskilaboð á meðan fundinum stóð þar sem hann sagðist ætla að vekja athygli á málefninu mikilvæga innan hópsins.

,,Er þessum andskotum alvara?! Ég ætla að segja hvað mér finnst, ætlar þú að styðja mig?“ 

Eftir að hafa fengið staðfestingu á því að hann hefði stuðning Morgan þá tók Deeney málefnið upp á fundinum.

,,Ég er með stórt vandamál. Hvað finnst okkur um þetta? Af hverjum tölum við ekki um þetta og gerum eitthvað í þessu? Af hverju gerum við hitt og þetta til stuðnings heilbrigðiskerfinu en ekki fyrir baráttu gegn kynþáttafordómum,“ á Deeney að hafa sagt. Hann segist hafa talað samfleytt í um átta mínútur.

Leikmaðurinn segir að Kevin De Bruyne, fyrirliði Manchester City, hafi verið sá fyrsti til að taka undir orð hans og að í kjölfarið hafi allir sagt ,,ég er sammála Troy.“ 

,,Ef Troy og Wes Morgan tala um þetta gerist ekkert. Um leið og Kevin De Bruyne, Harry Kane og Jordan Henderson segja ‘ég er með Troy’ þá gerast hlutirnir, sagði þessi enski framherji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Juventus leiðir kapphlaupið

Juventus leiðir kapphlaupið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United