fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Fofana þakkar Crystal Palace

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 20:15

Wesley Fofana

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wesley Fofana, leikmaður Leicester City, þakkaði Crystal Palace og þá sérstaklega markmanni liðsins, Vicente Guaita, eftir leik liðanna í gær.

Nú er Ramadan í gangi og fastar Fofana því á milli sólarupprásar og sólarlags en hann er íslamstrúar.

Guaita beið með að taka markspyrnu eftir hálftíma leik til þess að leyfa Fofana að fá sér að drekka á hliðarlínunni. Þetta stutta stopp var ákveðið á fundi fyrirliða liðanna fyrir leik og var Fofana virkilega glaður með framtakið.

„Þetta er það sem gerir fótbolta dásamlegan,“ sagði kappinn um atvikið á samfélagsmiðlum.

Fofana spilaði allan leikinn þegar Leicester vann Crystal Palace 2-1.

„Mér finnst þetta ótrúlegt, ef þú hugsar um frammistöðu hans í síðustu leikjum þar sem hann hefur enga orku fengið yfir daginn. Hann er magnaður,“ sagði Brendan Rodgers í viðtali fyrir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Í gær

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara