fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

UEFA og enska úrvalsdeildin fordæma nýju Ofurdeildina

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt brjálað í fótboltaheiminum eftir að fréttir fóru að berast um nýja evrópska Ofurdeild. Tólf af stærstu félögum Evrópu ætla sér að mynda þessa deild en liðin eru: Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, AC Milan, Inter, Juventus, Atlético, Barcelona og Real Madrid. Talið er að liðin ætli sér að kynna deildina í kvöld.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, verður stjórnarformaður deildarinnar en Stan Kroenke (Arsenal), John W. Henry (Liverpool) og Joel Glazer (Manchester United) verða honum til aðstoðar.

Ofurdeild þessi mun koma til með að ógna tilvist Meistaradeildar Evrópu en ofantaldir klúbbar eru sagðir ósáttir með þá átt sem Meistaradeildin stefnir í. Bayern Munchen og PSG eru sögð hafa takmarkaðan áhuga á þessari hugmynd og gæti það verið vandamál fyrir þessa áætlun.

UEFA hefur gefið út yfirlýsingu um að þau félög sem taki þátt í Ofurdeildinni munu ekki fá að taka þátt í mótum á vegum UEFA og taka sérsamböndin undir þetta. La Liga, enska úrvalsdeildin og Serie A hafa öll sent út yfirlýsingar í dag vegna málsins þar sem þau fordæma þessar áætlanir.

„Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem ráðast á meginreglur um opna samkeppni og sanngirni sem eru kjarninn í innlendum og evrópskum fótbolta.“

„Aðdáendur hvaða klúbbs sem er í Englandi og víðar í Evrópu geta sem stendur dreymt um að lið sín geti farið á toppinn og leikið gegn þeim bestu. Við teljum að hugmyndin um ofurdeild Evrópu muni eyðileggja þann draum, segir í yfirlýsingu frá ensku úrvalsdeildinni.

Yfirlýsing UEFA er í þessa áttina:

„Þessir viðvarandi eiginhagsmunir of fárra hafa staðið í alltof langan tíma. Nóg er nóg.

Ljóst er að þessar yfirlýsingar UEFA og annarra sambanda gætu haft áhrif en það myndi til dæmis þýða að leikmenn mættu ekki keppa með landsliðum sínum á EM í knattspyrnu.

Hér að neðan má lesa sameiginlega yfirlýsingu UEFA og ensku, spænsku og ítölsku deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta