fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Arsenal stal stigi gegn Fulham í uppbótartíma

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók í dag á móti Fulham í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates. Það leit út fyrir að Fulham myndi fara heim með þrjú stig en Arsenal jafnaði í uppbótartíma og leikurinn endaði því með 1-1 jafntefli liðanna.

Undir lok fyrri hálfleiks kom Dani Ceballos knettinum í netið með skalla en VAR ákvað að dæma markið af þar sem Saka virtist vera rangstæður í uppbyggingu marksins. Dómurinn var afar tæpur og eru stuðningsmenn Arsenal brjálaðir.

Eftir tæplega klukkutíma leik dæmdi Craig Pawson vítaspyrnu Fulham í vil og eftir nokkuð langa umhugsun staðfesti VAR dóminn. Maja fór á punktinn og kláraði örugglega og kom gestunum yfir. Arsenal sóttu stíft eftir markið og náðu loksins að jafna leikinn þegar sjö mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Nketiah var hetjan sem skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Markið var jafnframt þungt högg fyrir Fulham sem eru í harðri botnbaráttu í deildinni. Fulham eru í 18. sæti deildarinnar með 27 stig, 6 stigum á eftir Burnley sem eiga þó tvo leiki til góða. Arsenal er í 9. sæti deildarinnar með 46 stig.

Arsenal 1 – 1 Fulham
0-1 Maja (´59)
1-1 Nketiah (´90+8)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Í gær

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA