fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Barcelona bikarmeistari á Spáni – Messi með tvennu

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. apríl 2021 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld fór fram úrslitaleikur spænska konungsbikarsins. Þar mættust Barcelona og Athletic í fjörugum leik sem lauk með stórsigri Börsunga. Þetta er annar bikarúrslitaleikur sem Athletic tapar á tveimur vikum en bikarúrslitaleikurinn 2020 fór fram 3.apríl síðastliðinn vegna Covid-19.

Barcelona voru með öll völd á vellinum og stjórnuðu leiknum allan tímann. Markalaust var í hálfleik en Athletic vörðust vel í fyrri hálfleik. De Jong komst næst því að brjóta ísinn en skot hans fór í stöng í byrjun leiks.

Í seinni hálfleik opnuðust flóðgáttir og skoruðu Börsungar fjögur mörk á 12 mínútna kafla. Griezmann braut ísinn fyrir Barcelona eftir klukkutíma leik, De Jong tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar. Þá var komið að sjálfum Lionel Messi sem skoraði tvö mörk á 68. og 72. mínútu og þar við sat. Börsungar vinna því konungsbikarinn á Spáni og fyrsti titill Börsunga undir stjórn Ronald Koeman staðreynd.

Athletic 0 – 4 Barcelona
0-1 Griezmann (´60)
0-2 De Jong (´63)
0-3 Messi (´68)
0-4 Messi (´72)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“