fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
433Sport

Hálfkveðnar vísur Jóns Þórs um ósætti vöktu athygli – „Sorglegt mál að þurfa að takast á við“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttur 433 verður á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 21:30 en þátturinn verður sýndur á sama tíma á vefnum.

Í þætti kvöldsins verður Guðni Bergsson formaður KSÍ til viðtals, hann ræðir COVID málefni fótboltans og hvað sambandið hefur gert til að vinna fyrir hagsmuni hreyfingarinnar. Guðni ræðir málefni landsliðanna sem hafa verið í eldlínunni síðustu vikur.

Í þættinum er farið yfir málefni kvennalandsliðsins en það vakti athygli á dögunum þegar Jón Þór Hauksson, fyrrum þjálfari liðsins sagðist vera ósáttur við margt í viðskilnaði sínum við KSÍ. Jón Þór vék úr starfi í desember eftir miður skemmtilega uppákomu í fögnuði liðsins í Ungverjalandi í. Þjálfarinn, starfsfólk KSÍ og leikmenn voru þá að sletta úr klaufunum eftir að stelpurnar höfðu tryggt sig inn á Evrópumótið í Englandi.

Jón Þór sagðist ósáttur en vildi ekki fara nánar út í málið, hálfkveðnar vísur sem skilja eftir spurningar.

Guðni segist ekki vita hvað Jón Þór sé ósáttur með. „Ég held að hann hafi ekki minnst á það sjálfur, ég held að það sé best að þessu máli var lokið. Hann sagði sínu starfi lausu, þetta voru leiðinleg málalok fyrir hann og KSÍ. Þetta var sorglegt mál að þurfa að takast á við, við gerðum það í sameiningu,“ sagði Guðni.

Guðni vill horfa til þess að Jón Þór náði góðum árangri í starfi frekar en þetta mál. „Það náðist góður árangur, ég vil að við einbeitum á það. Þetta er liðið.“

En finnst Guðna ekki furðulegt að Jón Þór fari fram með hálfkveðnar vísur svona löngu eftir að málinu var lokið? „Hann verður að svara fyrir það, ég ætla ekki að tjá mig um það.“

Eins og fyrr segir verður viðtalið við Guðna klukkan 21:30 í kvöld á Hringbraut og á vefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bjóða honum að þéna 69 milljónir á viku

Bjóða honum að þéna 69 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik Kópavogi í gær og sjúkrabíllinn var lengi á leiðinni – Hjartastuðtækið var tekið upp

Óhugnanlegt atvik Kópavogi í gær og sjúkrabíllinn var lengi á leiðinni – Hjartastuðtækið var tekið upp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pepsi-Max: FH-ingar í frjálsu falli eftir stórsigur Blika – Mikilvægur sigur Keflavíkur

Pepsi-Max: FH-ingar í frjálsu falli eftir stórsigur Blika – Mikilvægur sigur Keflavíkur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Szczesny gripinn glóðvolgur – Hefur áður verið sektaður

Szczesny gripinn glóðvolgur – Hefur áður verið sektaður
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Neymar nálgast Pelé
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sif sakar KSÍ um sýndarsiðferði – „Engum var hótað atvinnumissi þegar kreditkort KSÍ var notað í leyfisleysi á nektarstað“

Sif sakar KSÍ um sýndarsiðferði – „Engum var hótað atvinnumissi þegar kreditkort KSÍ var notað í leyfisleysi á nektarstað“
433Sport
Í gær

„Hann verður ekki lélegur á einni nóttu“

„Hann verður ekki lélegur á einni nóttu“
433Sport
Í gær

Ótrúlegur hraði Ronaldo í markinu gegn Þjóðverjum

Ótrúlegur hraði Ronaldo í markinu gegn Þjóðverjum