fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Chelsea áfram á toppnum – María og stöllur misstigu sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikir fóru fram í ensku ofurdeildinni í dag. Flest úrslit voru eftir bókinni en Brighton kom á óvart gegn Manchester United.

Fyrir leikinn við Brighton hefðu flestir búist við sigri Man Utd, sem er í hörkubaráttu við Arsenal um Evrópusæti. Þess má geta að María Þórisdóttir spilaði allan leikinn fyrir United. Brighton komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 25.mínútu. Þar var að verki Inessa Kaagman. Brighton náði svo að sigla sigrinum óvænt í hús. Dýrmæt stig í súginn fyrir United sem er nú í 4.sæti, á eftir Arsenal á markatölu.

Arsenal vann einmitt mjög svo öruggan sigur á Bristol City í dag, 0-4. Markavélin Vivianne Miedema skoraði tvö mörk, Danielle van de Donk eitt og Beth Mead eitt.

Topplið Chelsea burstaði Birmingham 6-0. Sam Kerr skoraði þrennu, Fran Kirby tvö og Guro Reiten eitt.

Manchester City fylgir fast á hæla Chelsea og vann 0-3 útisigur á Tottenham. Rebecca Spencer, markvörður Spurs, skoraði sjálfsmark snemma leiks sem gaf City forystuna. Janine Beckie og Caroline Weir bættu svo við mörkum fyrir þær ljósbláu.

Everton vann svo Aston Villa 3-1 á heimavelli. Þær fyrrnefndu komust í 3-0 með mörkum frá Lucy Graham, Izzy Christiansen og Simone Magill.

Staðan í deildinni er þannig að Chelsea er á toppnum, tveimur stigum á undan Man City. Arsenal og Man Utd koma þar nokkuð langt á eftir og berjast um síðasta lausa Evrópusætið. Everton, Brighton, Reading og Tottenham sigla nokkuð lignan sjó í 5. – 8.sæti. Botnbaráttan er svo spennandi á milli Birmingham, West Ham, Bristol City og Aston Villa, sem situr á botninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað