fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Chelsea áfram á toppnum – María og stöllur misstigu sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikir fóru fram í ensku ofurdeildinni í dag. Flest úrslit voru eftir bókinni en Brighton kom á óvart gegn Manchester United.

Fyrir leikinn við Brighton hefðu flestir búist við sigri Man Utd, sem er í hörkubaráttu við Arsenal um Evrópusæti. Þess má geta að María Þórisdóttir spilaði allan leikinn fyrir United. Brighton komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 25.mínútu. Þar var að verki Inessa Kaagman. Brighton náði svo að sigla sigrinum óvænt í hús. Dýrmæt stig í súginn fyrir United sem er nú í 4.sæti, á eftir Arsenal á markatölu.

Arsenal vann einmitt mjög svo öruggan sigur á Bristol City í dag, 0-4. Markavélin Vivianne Miedema skoraði tvö mörk, Danielle van de Donk eitt og Beth Mead eitt.

Topplið Chelsea burstaði Birmingham 6-0. Sam Kerr skoraði þrennu, Fran Kirby tvö og Guro Reiten eitt.

Manchester City fylgir fast á hæla Chelsea og vann 0-3 útisigur á Tottenham. Rebecca Spencer, markvörður Spurs, skoraði sjálfsmark snemma leiks sem gaf City forystuna. Janine Beckie og Caroline Weir bættu svo við mörkum fyrir þær ljósbláu.

Everton vann svo Aston Villa 3-1 á heimavelli. Þær fyrrnefndu komust í 3-0 með mörkum frá Lucy Graham, Izzy Christiansen og Simone Magill.

Staðan í deildinni er þannig að Chelsea er á toppnum, tveimur stigum á undan Man City. Arsenal og Man Utd koma þar nokkuð langt á eftir og berjast um síðasta lausa Evrópusætið. Everton, Brighton, Reading og Tottenham sigla nokkuð lignan sjó í 5. – 8.sæti. Botnbaráttan er svo spennandi á milli Birmingham, West Ham, Bristol City og Aston Villa, sem situr á botninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Í gær

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga