fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Aguero vill vera áfram í Englandi – Lundúnir heilla

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 11:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, er staðráðinn í að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni eftir að samningur hans við Manchester City rennur út í sumar. Ljóst er að hart verður barist um framherjann sem getur farið á frjálsri sölu frá Manchester City.

Aguero er markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City, allt frá því að hann gekk til liðs við Manchester City árið 2011 hefur hann raðað inn mörkum. Meiðsli hafa haldið honum frá knattspyrnuvellinum stóran hluta af tímabilinu en ljóst er að ef Aguero getur haldið sér heilum, þá er það mikill styrkur fyrir hvaða lið sem er.

Ljóst er að lið utan Englands á borð við Real Madrid, Barcelona og Paris Saint-Germain, munu reyna að næla í kappann en hann hefur hug á að vera á fram í Englandi.

Árið 2011, áður en að Aguero gekk til liðs við Manchester City, hafði Chelsea áhuga á að fá hann til liðs við sig. Sá áhugi virðist enn til staðar en forráðamenn Chelsea leita leiða til að efla sóknarleik liðsins en framherjinn Timo Werner hefur ekki náð að sýna sitt besta eftir að hann kom til félagsins fyrir tímabilið.

Aguero myndi aldrei vilja eyðileggja það samband sem hann á við stuðningsmenn Manchester City með því að færa sig um set til Manchester United og Liverpool er ekki í leit að sóknarmanni, þeirra áherslur liggja í öftustu línu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Í gær

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Í gær

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“