fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
433Sport

Tvær fjölskyldu tengingar í þjálfarateymi Íslands – „Auðvitað er þetta óheppilegt“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. mars 2021 08:42

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði 0-2 fyrir Dönum í öðrum leik liðsins í riðlakeppni EM 2021 í gær, en leikið var í Györ í Ungverjalandi.

Danir komust yfir strax á 5. mínútu og juku svo forystuna á 18. mínútu og var staðan 0-2 í hálfleik, en víti Sveins Arons Guðjohnsen var varið undir lok fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu, ekki var mikið af færum þó Stefán Teitur Þórðarson hafi verið nálægt því að minnka muninn, en Danir komust fyrir skot hans á síðustu stundu.

Rætt var um frammistöðu liðsins í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær og tengingar þjálfarateymisins við leikmenn í hópnum. Þannig eiga báðir aðstoðarþjálfara liðsins, þeir Jörundur Áki Sveinsson og Þórður Þórðarson báðir leikmenn í hópnum sem eru þeim tengdir.

„Ég held að ég hafi fengið 870 skilaboð um þetta, Þórður Þórðarson er fenginn sem þjálfari þarna. Stefán Teitur sonur hans hefur byrjað báða þessa leiki,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum en Ísland hefur tapað báðum leikjunum á mótinu.

„Auðvitað er þetta óheppilegt, Stefán Teitur er hann í liðinu af því að pabbi hans er í þjálfarateyminu? Ég leyfi mér að efa það en þetta er óheppilegt.“

Þórður fylgist með Sveini Aroni.
Getty Images

Róbert Orri Þorkelsson varnarmaður liðsins sem gerði slæm mistök í fyrsta leik gegn Rússlandi á svo sínar tengingar í Jörund Áka, aðstoðarmann Davíðs Snorra Jónassonar þjálfara liðsins.

„Svo rigndu inn skilaboðin, Jörundur Áki er stjúppabbi Róberts Orra, ef maður er beðinn um eitthvað svona gigg og er með einn svona nálægt sér. Er ekki hægt að manna þetta öðruvísi?.“

Róbert Orri er efnilegur varnarmaður en hann á að baki níu leiki í efstu deild með Breiðabliki. „Róbert Orri hefur spilað níu alvöru fótboltaleiki á ævinni, í efstu deild og spilar á þessu stigi. Stefán Teitur er í B-deild í Danmörku og eðlilega spyrja menn sig spurninga.,“ sagi Hjörvar um stöðu mála.

Strákarnir mæta næst Frakklandi í þriðja, og síðasta, leik sínum í mótinu miðvikudaginn 31. mars. Leikurinn hefst kl. 16:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sancho og Haaland sáu um Leipzig í úrslitum bikarsins

Sancho og Haaland sáu um Leipzig í úrslitum bikarsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lengjudeild kvenna: Jafnt í Grindavík – Stórsigur KR

Lengjudeild kvenna: Jafnt í Grindavík – Stórsigur KR
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Flóðgáttir opnuðust í seinni hálfleik í Kópavogi – Mikkelsen með þrennu

Pepsi Max-deild karla: Flóðgáttir opnuðust í seinni hálfleik í Kópavogi – Mikkelsen með þrennu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einn sá besti í sögunni ekki viss um það hvort hann sé hættur

Einn sá besti í sögunni ekki viss um það hvort hann sé hættur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Markalaust á Villa Park
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælendur stöðva rútu Liverpool – Leikurinn í hættu?

Mótmælendur stöðva rútu Liverpool – Leikurinn í hættu?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Biðst afsökunar á atvikinu í gær – ,,Ég er ekki svona leikmaður“

Biðst afsökunar á atvikinu í gær – ,,Ég er ekki svona leikmaður“
433Sport
Í gær

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar færður frá Tyrklandi – 12 þúsund stuðningsmenn fá að mæta

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar færður frá Tyrklandi – 12 þúsund stuðningsmenn fá að mæta
433Sport
Í gær

Ronaldo vinalaus – Fékk frí í vikunni til þess að kaupa sér Ferrari

Ronaldo vinalaus – Fékk frí í vikunni til þess að kaupa sér Ferrari