Mark Gonzalez fyrrum leikmaður Liverpool berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa fengið hjartaáfall á dögunum. Þessi 36 ára gamli Gonzalez knattspyrnumaður frá Síle var í herbúðum Liverpool í tvö ár.
Maura Rivera eiginkona hans segir frá þessu. „Ástin í mínu lífi, sálufélagi minn. Þvílíkt áfall sem þetta var fyrir mig,“ sagði Gonzalez.
„Síðustu nætur hafa verið hræðilegar, dagar þar sem óvissan hefur verið yfir okkur. Þetta hefur verið hræðilegt, ég skrifa þetta því þú ert með okkur og ert aðeins betri. Að þú sért á lífi er ótrúlegt.“
„Það er ótrúlegt hvaða svona augnablik getur breytt þessu, ég vil að þú sért með mér til æviloka.“
Gonzalez lagði skóna á hilluna árið 2019 eftir að hafa leikið með Real Betis, Real Sociedad og CSKA Moskva. Hann lék með Liverpool frá 2005 til 2007 án þess að slá í gegn.