fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

17 ára og hefur mokað inn peningum á síðustu mánuðum með því að versla fyrir stjörnurnar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 13:00

Fedor og Emile Smith Rowe leikmaður Arsenal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fedor Makarov 17 ára strákur í Bretlandi vill helst ekki að útgöngubann og COVID-19 hætti þar í landi, hann hefur mokgrætt á því að verslanir hafi verið lokaðar.

Fedor sér um að redda skóm og fötum fyrir ríka og fræga knattspyrnumenn í Bretlandi. Á tímum COVID-19 hefur aldrei verið meira að gera hjá honum.

Hann rekur fyrirtækið Fedor Sneaks sem reddar skóm og fötum sem oft er eriftt að komast yfir, viðskiptavinir hans eru fyrst og síðast ríkir og frægir knattspyrnumenn Í Bretlandi.

Emile Smith Rowe hjá Arsenal, Mason Greenwood hjá Manchester United og fleiri leikmenn hafa notað þjónustu hans.

„Ég vil ekki að útgöngubannið taki enda, ef ég er heiðarlegur,“ sagði Fedor í samtali við enska götublaðið The Sun.

Christian Dior skór á 200 þúsund krónur eða föt sem kosta hálfan handlegg er eitt af því sem Fedor reddar hratt og örugglega. „Það hefur aldrei verið meira að gera, ég hélt að knattspyrnumenn myndu hætta versla skó og föt í útgöngubanninu.“

Fedor og Aaron Wan-Bissaka leikmaður Manchester United.

„Það eru hins vegar dagar sem ég næ ekki að senda allt út sem þarf,“ sagði Fedor en hann hefur frá 12 ára aldri verið að kaupa eftirsótta skó og selja þá dýrum dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona