fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Southampton ekki fyrirstaða fyrir Leeds United

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 19:53

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds United tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Leeds en leikið var á Elland Road, heimavelli liðsins.

Fyrsta mark leiksins kom á 47. mínútu, það skoraði Patrick Bamford eftir undirbúning frá Tyler Roberts. Leeds því komið 1-0 yfir.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 78. mínútu þegar að Stuart Dallas, tvöfaldaði forystu heimamanna með marki eftir stoðsendingu frá Hélder Costa.

Það var síðan hinn brasilíski Raphinha sem innsiglaði 3-0 sigur Leeds með marki á 84. mínútu.

Leeds kemst með sigrinum upp fyrir Wolves og Arsenal í 10. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 35 stig. Southampton situr í 14. sæti með 30 stig.

Leeds United 3 – 0 Southampton 
1-0 Patrick Bamford (’47)
2-0 Stuart Dallas (’78)
3-0 Raphinha (’84)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur