fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Hættur að krjúpa á kné og gefst upp á Black Lives Matter hreyfingunni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wilfried Zaha kantmaður Crystal Palace er hættur að krjúpa á kné fyrir leiki og styður ekki lengur Black Lives Matter hreyfinguna.

Hann segir að hreyfingin hafi verið til að sameina fólk en að hún sundri og einangri þeldökka. Staðan sé ekkert betri.

„Ég hef sagt það áður það að krjúpa á kné gerir kannski bara lítið úr okkur, foreldrar mínir ólu mig þannig upp að ég ætti að vera stoltur af því að vera þeldökkur. Ég tel að við eigum að standa beinir í baki,“ segir Zaha um málið.

„Ég reyni að skilja tilgang þess að krjúpa á kné, þetta er bara eitthvað sem við gerum og það er ekki nóg fyrir mig.“

„Ég er hættur að krjúpa á kné, ég ætla ekki að hafa Black Lives Matter lengur á treyju minni. Mér finnst það búa til vandræði, við erum að reyna að segja að við séum öll jöfn. En við erum í raun að einangra okkur, þetta virkar ekki. Þannig líður mér.“

„Við eigum að standa uppréttir, ég ræði lítið um rasisma því það gerist aldrei neitt. Ég ætla ekki að ræða þessi mál fyrir en eitthvað er gert í hlutunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í dag

Arsenal skrifaði söguna í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Í gær

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Í gær

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir