fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Stal rúmum 30 milljónum af kreditkorti – Tók Mahrez 5 vikur að fatta það

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 13:00

Mahres og unnusta hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riyad Mahrez leikmaður Manchester City varð fyrir barðinu á glæpamanni sem stal rúmum 30 milljónum íslenskra króna af kreditkorti hans. Atvikið átti sér stað árið 2017 en það tók Mahrez fimm vikur að upphæðin hefði farið út af kortinu hans.

Sharif Mohamed 32 ára íbúi í London komst yfir kort í eigu Mahrez og straujaði það í nokkrar vikur. Hann fór meðal annars í frí til Ibiza þar sem hann eyddi tæpum 4 milljónum.

Mohamed omst yfir kortið með því að hringja í Barclays bankann og pantaði hann nýtt kort í nafni Mahrez, ekki kemur fram hvernig slíkt gat gerst.

Í Englandi eyddi hann peningum í spilavíti, í föt og keypti sér skyndibita. Þá gerði hann sér ferð frá London til Leicester til að taka pening úr hraðbanka, hann taldi það öruggari leið svo að atvikið kæmist ekki upp.

Mahrez lék með Leicester á þessum tíma en upphæðin sem fór af korti hans er ansi mikil fyrir flesta en Mahrez þénar hana á viku í dag. Það tók hann fimm vikur að sjá að upphæðin vari farin af korti hans og láta loka því, lögreglan tók svo boltann.

Málið er nú fyrir dómstólum í Bretlandi og stefnir allt í að Mohamed fari á bak við lás og slá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið