fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Var þetta dýfa hjá Martial í gær? – Virðist hafa viðurkennt það

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 09:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United valtaði yfir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær en þeir léku manni færri í 88. mínútur þar sem Alexandre Jankewitz var rekinn af velli eftir tveggja mínútna leik eða 79 sekúndur öllu heldur, Aron Wan-Bissaka skoraði fyrsta mark Manchester United á 18. mínútu og bætti svo Marcus Rashford við því öðru á 25. mínútu.

Jan Bednarek varð svo fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 34. mínútu og skoraði Edinson Cavani fjórða mark United og staðan 4-0 í hálfleik.

Manchester United hélt markaskoruninni áfram í seinni hálfleik og skoraði Anthony Martial á 69. mínútu og bætti svo Scott McTominay við því sjötta á 71. mínútu, Jan Bednarek gerði sig svo brotlegann í eigin teig og var rekinn af velli fyrir vikið, Bruno Fernandes skoraði svo mark úr víti á 88. mínútu og Anthony Martial bætti svo við áttunda marki United á 90. mínútu og innsiglaði svo Daniel James 9-0 sigur Manchester United með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma.

Lokatölur 9-0 fyrir Manchester United sem eru jafnir stigum Manchester City á toppnum en þeir eiga tvo leiki til góða.

Atvikið sem er mest rætt etir leik er vítaspyrnan sem Manchester United fékk og kom liðinu í 7-0. Martial fiskaði spyrnuna og hefur verið sakaður um dýfu.

Svo virðist sem Martial hafi sjálfur viðurkentn að þetta hafi ekki verið brot, Bednarek sem hafði skorað sjálfsmark í fyrri hálfleik var niðurbrotinn að vera rekinn af velli.

„Martial sagði að þetta væri ekki brot,“ sagði Bednarek þegar hann gekk af velli, ósáttur með Mike Dean dómara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr
433Sport
Í gær

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Í gær

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það