fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Kaupir Liverpool tvo varnarmenn í dag? – Þetta eru nöfnin á blaðinu hjá Klopp

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmenn Liverpool hafa nóg að gera í dag á lokadegi félagaskiptagluggans, ljóst er að Liverpool er að kaupa Ben Davies frá Preston.

Davis er örfættur varnarmaður sem kemur nokkuð óvænt til Liverpool fyrir um 2 milljónir punda.

Ef marka má erlenda miðla þá eru fleiri varnarmenn á óskalista Jurgen Klopp í dag. Þannig segja enskir miðlar að Duje Caleta-Car, varnarmaður Marseille sé klár í bátana.

Hann ku vera með einkaflugvél klára í Marseille ef franska félagið gefur grænt ljós á félagaskipti til Liverpool, Marseille vill finna arftaka hans áður en þeir leyfa Caleta-Car að fara til Liverpool. Um er að ræða 24 ára varnarmann frá Króatíu.

Liverpool hefur einnig verið orðað við Shkodran Mustafi varnarmann Arsenal. Sky Sports greinir svo frá því að Liverpool sé einnig á eftir Ozan Kabak, miðverði Schlake.

Kabak er frá Tyrklandi en Schalke er tilbúið að selja en með sama fyrirvara og Marseille, að félagið finni arftaka hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Í gær

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni
433Sport
Í gær

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Í gær

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði