fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Fullyrt að Tuchel taki við af Lampard

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 10:25

Thomas Tuchel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talið næsta víst að Chelsea muni ráða Thomas Tuchel til starfa, Frank Lampard verður síðar í dag rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Chelsea.

Tuchel var rekinn frá PSG í desember en hann var áður þjálfari Borussia Dortmund.

Fjöldi blaðamanna í Englandi og Þýskalandi segir frá því að Chelsea hafi verið í viðræðum við Tuchel síðustu daga um að taka starfið að sér.

Gengi Chelsea síðustu vikur hefur verið slakt og hefur Roman Abramovich, eigandi Chelsea tekið ákvörðun um að reka Lampard úr starfi.

Chelsea situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Manchester United.

Roman Abramovich lét Lampard fá 200 milljónir punda í leikmannakaup í sumar en árangurinn fylgir ekki með, eigandi Chelsea er ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði gagnvart stjórum sínum.

Vonir standa til um að Tuchel geti fengið það besta úr Kai Haverts og Timo Werner sem komu til Chelsea frá Þýskalandi í sumar, Lampard hefur mistekist að ná því besta fram úr þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrír Íslendingar sköruðu fram úr í Danmörku um helgina

Þrír Íslendingar sköruðu fram úr í Danmörku um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér
433Sport
Í gær

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt
433Sport
Í gær

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli
433Sport
Í gær

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“
433Sport
Í gær

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“