fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Nú þurfa Íslendingar að hafa tvær áskriftir til að sjá Meistaradeildina – Úrslitaleikurinn á Viaplay

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 09:37

Hörður Magnússon. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með næstu leiktíð í Meistaradeild Evrópu þurfa Íslendingar að hafa tvær áskriftir til að geta fylgst með öllum leikjum Meistaradeildar Evrópu.

Viaplay og Stöð2 Sport munu skipta með sér réttinum af þessari stærstu íþróttadeild í heimi. Fyrirkomulagið er ekki óþekkt í hinum stóra heimi en Stöð2 Sport hefur átt réttinn hér heima síðustu ár.

„Viaplay/Nent Group hefur tryggt sýningarréttinn á meistaradeildinni í fótbolta, evrópudeildinni og nýrri Evrópukeppni til næstu 3 ára frá og með í sumar. Við deilum þessu til helminga með öðru fyrirtæki á Íslandi. Úrslitaleikurinn í meistaradeildinni á næsta tímabili verður á Viaplay. Spennandi tímar framundan enda á maður næstum því 20 ára minningar að lýsa frá stærstu keppni heims,“ skrifar Hörður Magnússon, íþróttalýsandi á Stöð2 Sport um málið. Hann greinir frá því að úrslitaleikurinn á næstu leiktíð verði á Viaplay.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sport hefur þetta að segja um málið „Það er ánægjulegt að ná að tryggja áframhaldandi útsendingar og innlenda þáttagerð tengdri Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og svo spennandi nýjungar, Conference League, þar sem íslensk félagslið geta mögulega verið þátttakendur.“

„Samstarfið við Viaplay er í takt við þróun víða um heim þar sem algengt er að sýningarréttum sem þessum sé deilt. Stöð 2 Sport hefur útvíkkað ýmiskonar samstarf undanfarið og selur t.a.m. í dag aðgang að NFL Game Pass á frábæru verði og fljótlega mun samskonar samstarfi við NBA vegna NBA League Pass verða ýtt úr vör. Þessu fylgir svo fjölbreytt innlend dagskrárgerð í ýmsu formi tengdum útsendingum.“

Anders Jensen, forstjóri NENT GROUP: „Viaplay heldur áfram að móta landslag streymisveita á Íslandi með því að bæta við hágæða íþróttaafþreyingu, ásamt ört stækkandi sjónvarpsseríum og kvikmyndaefni. Að tryggja einkarétt til sýninga á UEFA Evrópsku úrvalsdeildunum næstu þrjú árin er mikilvægt skref og er enn einn áfanginn í okkar einstaka langtímasambandi við UEFA. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk.

Sjónvarpsþátta- og kvikmyndapakka Viaplay var hleypt af stokkunum í apríl 2020, og á fyrstu vikunum gerðust yfir 5% af heimilum þjóðarinnar áskrifendur. Stuttu síðar, eða 15. maí 2020 varð‚Viaplay Total‘ áskriftapakkinn okkar aðgengilegur, en hann inniheldur lifandi íþróttir.

Til viðbótar við Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og Evrópudeild II er NENT Group með íslenskan einkarétt til sýninga á knattspyrnu frá Bundesliga (þýska deildin), Superliga (danska deildin), Scottish Premiership, (skoska deildin) Eredivisie (hollenska deildin), Allsvenskan (sænska deildin) Division 1 Féminine (fyrsta deild kvenna í Frakklandi), French Cup (franski bikarinn), CONCACAF Nations League (Þjóðadeildin), the Copa América 2021 (s-ameríku bikarinn) og the FIFA World Cup 2022 African qualifiers (Heimsmeistarabikar FIFA í Afríku). NENT GROUP sýnir líka Formúlu 1, NHL, IIHF Ice Hockey World Championship (Heimsmeistarakeppnin í íshokkí), UFC, Bundesliga handball (þýska handboltann), Major League Baseball (úrvalsdeildin í hafnaabolta) og NASCAR kappaksturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Í gær

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“