fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Umræðan fór fyrir brjóstið á Almari – „Það var í fyrsta skipti sem Twitter var að koma inn á Íslandi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almarr Ormarsson knattspyrnumaður er í áhugaverðu spjalli við Jóhann Skúla í hlaðvarpsþættinum, Draumaliðið. Almarr er án félags í dag en fram kemur í viðtalinu að hann sé með tilboð frá KA og hafi rætt við önnur félög.

Almarr hefur leikið með KA síðustu ár en áður lék hann með Fram og KR. Almarr gerir upp feril sinn og bestu samherjana í viðtalinu við Jóhann Skúla. Eitt af því sem Almarr ræðir er valið á U21 árs landsliðinu árið 2011.

Íslenska liðið var þá í fyrsta sinn á leið í lokamótið og Almarr sem hafði staðið sig vel í undankeppninni þegar stærstu stjörnur liðsins voru ekki með, var valinn í hópinn. til að fara í lokamótið. Valið þótti umdeilt og það tók á fyrir Almarr að lesa um slíkt. „Það tók á, það var í fyrsta skipti sem Twitter var að koma inn á Íslandi,“ segir Almarr um málið.

Eyjólfur Sverrisson var þjálfari liðsins og treysti Almarri til góðra verka en ekki voru allir á sama máli. „Er Eyjólfur Gjafar þroskaheftur að taka almar ormarsson með á EM… hefur ekki getað blauta drullu í sumar,“ skrifaði einn Twitter notandi um málið á sínum tíma.

© 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Almarr vissi vel að hann hafði ekki spilað vel með Fram þetta sumarið. „Ef hann hefði valið út frá fótboltanum 2011 þá átti ég ekkert skilið að vera valinn, ef það er horft yfir undankeppnina þá fannst mér ég eiga skilið að vera með. Það fór fyrir brjóstið á mér að fólk skildi ekki átta sig á því, ég var hetja í eina viku eftir Skota leikinn. Ég spilaði flesta leiki og var fyrirliði í einum,“ sagði Almarr sem skoraði í fyrri leiknum gegn Skotum í umspili um laust sæti á mótinu.

Almarr naut þess að fara með íslenska liðinu til Danmerkur í lokamótið og hafði þetta að segja. „Þetta var hrikalega skemmtilegt, það sem ég hef komist næst því að vera í A-landsliðinu var að vera í þessu U21 liði. Það var geggjað að vera hluti af þessu liði, vera í kringum Aron, Gylfa og Jóhann Berg. Jói Berg var geggjaður í þessari undankeppni og var okkar besti maður, þó talið hafi síðar meir snúist um Gylfa. Alfreð er að stíga sín fyrstu skref sem alvöru fótboltamaður þarna, Kolbeinn var frábær. Þetta var hrikalega gaman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester