fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Aron segir leikmenn Íslands hungraða í að komast á stórmót – „Vita að þetta gæti verið okkar síðasta tækifæri“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 18:11

Aron Einar Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins var í ítarlegu viðtali sem birtist á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA).

Aron Einar segir í viðtalinu að hungrið sé enn til staðar hjá leikmönnum íslenska landsliðsins sem séu staðráðnir í að komast á annað stórmót.

„Erum við ennþá hungraðir? Ég fæ þessa spurningu mjög oft og svarið hjá mér er klárt já. Við náðum að skrifa okkur á spjöld sögunnar með því að komast á EM og HM en þegar að maður hefur upplifað þessa hluti vill maður bara upplifa þá aftur og aftur,“ sagði Aron Einar í viðtalinu.

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, voru í byrjun desember ráðnir landsliðs- og aðstoðar landsliðsþjálfarar. Fyrsta verkefni þeirra með íslenska landsliðið verður í undankeppni HM sem hefst í mars.

„Nú eru komnir nýjir þjálfarar inn og ég tel okkur eiga raunhæfa möguleika á því að komast á HM. Þýskaland eru líklegasta liðið í riðlinum og siðan eru þarna lið eins og Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenia og Liechtenstein. Ég er vongóður fyrir keppnina og strákarnir eru staðráðnnir í því að komast aftur á HM. Margir af okkur leikmönnunum eru í kringum 30 ára aldurinn og vita að þetta gæti mögulega verið okkar seinasta tækifæri,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands.

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM verður þann 25. mars næstkomandi á útivelli gegn Þýskalandi.

Viðtalið við Aron Einar í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta