fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Áhugi á Emil erlendis frá og á Íslandi – Stefnir á að spila áfram erlendis

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 20:30

Mynd: Sarpsborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg lið hafa áhuga á að fá miðjumanninn Emil Pálsson til liðs við sig, leikmaðurinn er eftirsóttur af liðum á Norðurlöndunum, Mið-Evrópu og á Íslandi. Þetta staðfestir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður leikmannsins í samtali við 433.is.

Ólafur staðfestir einnig að þrátt fyrir áhuga íslenskra liða hyggist leikmaðurinn leika áfram erlendis.

Emil var á mála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sandefjord en samningur hans þar rann út um áramótin. Eftir þriggja ára veru hjá félaginu taldi Emil að nú væri rétti tímapunkturinn fyrir sig að breyta um umhverfi.

Emil spilaði 24 leiki af 30 á ný afstöðnu tímabili með Sandefjord sem var nýliði í norsku úrvalsdeildinni. Emil var fyrirliði liðsins í 6 leikjum. Sandefjord endaði í 11. sæti efstu deildar Noregs og afsannaði allar spár um að liðið myndi falla.

Emil er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík frá Ísafirði, hann hefur einnig spilað með FH og Fjölni á sínum ferli. Hann varð Íslandsmeistari í þrígang hjá FH. Árið 2015 var Emil kosinn besti leikmaður ársins í Pepsi-deildinni af leikmönnum deildarinnar. Emil lék þá stórt hlutverk bæði með liði Fjölnis framan af tímabili og síðan með FH þegar leið á tímabilið.

Þá á Emil að baki 1 A-landsleik og 22 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, í þeim leikjum hefur hann skorað tvö mörk.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton