Fimmtudagur 25.febrúar 2021
433Sport

Ekki viss hvort hann myndi semja við Sol Campbell fengi hann annað tækifæri til þess

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arséne Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal var í ítarlegu viðtali við 11freunde á dögunum. Í viðtalinu er farið yfir feril Wenger sem knattspyrnustjóri.

Ein umdeildustu félagsskipti á knattspyrnustjóraferli Wenger hjá Arsenal áttu sér stað þegar að varnarmaðurinn Sol Campbell gekk til liðs við Arsenal frá erkifjendunum í Tottenham.

Forráðamönnum Arsenal tókst að halda félagsskiptunum leyndum alveg fram að blaðamannafundi þar sem Sol var tilkynntur sem leikmaður Arsenal. Það olli reiði, sérstaklega hjá stuðningsmönnum Tottenham.

„Ég vissi að félagsskiptin yrðu umdeild í Lundúnum, en ég var handviss um að ég vildi leikmanninn. Ég taldi að hann gæti yfirstigið mótlætið sem fylgdi félagsskiptunum. Þetta var auðvelt fyrir mig því allir vissu að ég hefði samið við góðan leikmann. Fyrir hann var þetta flóknara,“ sagði Wenger um félagsskipti Sol Campbell.

Leikmenn Arsenal á þessum tíma búuðu á Sol Campbell þegar hann mætti fyrst á æfingar með liðinu. Það var gert til þess að venja hann við því mótlæti sem hann gæti mætt frá stuðningsmönnum.

Sol fékk óblíðar móttökur í endurkomu sinni á White Hart Lane

„Þetta var stressandi tímabil fyrir Sol og hann átti seinna eftir að greina mér frá því hversu alvarlegt þetta var í raun og veru. Hann gat ekki farið á ákveðna staði í London án þess að vera áreittur af stuðningsmönnum Tottenham. Ef ég hefði vitað þetta fyrirfram er ég ekki viss um að ég hefði tekið þá ákvörðun að fá hann til Arsenal, “ sagði Arséne Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kynþáttafordómar í garð Zlatan til rannsóknar

Kynþáttafordómar í garð Zlatan til rannsóknar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hinn umdeildi umboðsmaður svarar fyrir sig – „Þetta er algjör hrossaskítur“

Hinn umdeildi umboðsmaður svarar fyrir sig – „Þetta er algjör hrossaskítur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ár frá því að Sigurður var vopnaður í Amsterdam – „Erfitt að tala um þetta, þeir eru ekkert að leita að mér“

Ár frá því að Sigurður var vopnaður í Amsterdam – „Erfitt að tala um þetta, þeir eru ekkert að leita að mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var aðeins tíu ára gamall þegar hann var rekinn – Uppskar um helgina

Var aðeins tíu ára gamall þegar hann var rekinn – Uppskar um helgina
433Sport
Í gær

Fimm leikmenn sem Solskjær er sagður horfa til í sumar – Sóknarmaður efstur á lista

Fimm leikmenn sem Solskjær er sagður horfa til í sumar – Sóknarmaður efstur á lista
433Sport
Í gær

Everton fær grænt ljós á glæsilegan nýjan heimavöll – Sjáðu völlinn þar sem Gylfi gæti spilað

Everton fær grænt ljós á glæsilegan nýjan heimavöll – Sjáðu völlinn þar sem Gylfi gæti spilað