fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Elmar gafst upp eftir að hafa ekki fengið laun í fleiri mánuði – Leitar nú réttar síns

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Elmar Bjarnason þurfti að rifta samningi sínum við Ak­his­ar­spor í Tyrklandi fyrir áramót, hann átti fleiri mánuði inni í launum og nennti ekki að bíða lengur eftir að staðan lagaðist. Elmar hefur spilað í Tyrklandi síðustu ár en hann var lengi vel lykilmaður í íslenska landsliðinu.

Elmar hafði leikið með Ak­his­ar­spor í eitt og hálft ár en oftar en ekki var það til vandræða að fá greitt fyrir vinnu sína. „Ég rifti samn­ingi mín­um við Ak­his­ar­spor í des­em­ber og fór þá strax í það að finna mér nýtt lið,“ sagði Elm­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Elmar var ekki lengi að finna sér nýtt félag og hefur samið við Lamina í Grikklandi. Hann segir stöðuna í Tyrklandi hafa verið afar slæma.

„Ak­his­ar­spor er búið að vera í mikl­um fjár­hags­vand­ræðum að und­an­förnu og það batnaði lítið þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á. Það er áhorf­enda­bann í Tyrklandi sem hef­ur mik­il áhrif á fjár­hag fé­lag­anna og svo er það líka bara þannig í Tyrklandi að þeir gera ansi háa samn­inga,“ segir Elmar.

Elmar er búinn að setja málið inn til FIFA. „Ég er var með evru­samn­ing við fé­lagið og um leið og lír­an féll vegna far­ald­urs­ins var í raun aldrei mögu­leiki fyr­ir þá að standa við þar til gerða samn­inga gagn­vart mér,“ sagði Elmar við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Völdu tíu flottustu myndirnar sem ein kynþokkafyllsta kona heims hefur birt

Völdu tíu flottustu myndirnar sem ein kynþokkafyllsta kona heims hefur birt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Í gær

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ