fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Ingibjörg hafnar ásökunum í enskum götublöðum – „Trúnaðarmál hvernig þær komust inn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. september 2020 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu hafnar því að starfsmaður hjá sér hafi tekið við greiðslu frá Phil Foden og MAson Greenwood. Ingibjörg fullyrðir þetta í samtali við Vísir.is.

Starfsmaður á Hótel Sögu er borinn þungum sökum í enskum blöðum í dag, hann er sagður hafa tekið við greiðslu frá Phil Foden og Mason Greenwood síðasta sunnudag. Hótel-starfsmaðurinn er sagður hafa hjálpað ensku landsliðsmönnunum við að brjóta reglur um sóttvarnir þegar þeir hittu tvær íslenskar stúlkur. Enska landsliðið dvaldi á hótelinu á meðan liðið var á Íslandi.

Í fréttum enskra blaða var sagt að starfsmaðurinn hefði tekið við greiðslu til að hjálpa íslensku stúlkunum að komast inn á Hótel Sögu. ,,Drengirnir borguðu hótelstarfsmanni til að lauma stúlkunum inn á hótelið þrátt fyrir strangar sóttvarnarreglur,“ segir í frétt Daily Mail. The Sun hefur sömu sögu að segja.

Meira:
Starfsmaður Hótel Sögu borinn þungum sökum í enskum blöðum

Ingibjörg segir þetta ekki rétt, enginn starfsmaður hafi tekið við greiðslu. „Þetta er ekki rétt. Ég segi ekki meira. En enska landsliðið veit að þetta er ekki rétt,“ segir Ingibjörg við Vísir.is.

Hún vill hins vegar ekki segja frá því hvernig stelpurnar komust inn á hótelið en enska landsliðið mátti ekki hitta aðra einstaklinga. Með því brutu þeir félagar sóttvarnareglur. „Það er trúnaðarmál, hvernig þær komust inn. Við höldum trúnað við gestina okkar, sama hverjir þeir eru,“ segir Ingibjörg við Vísir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var 30 sekúndum á eftir Salah

Var 30 sekúndum á eftir Salah
433Sport
Í gær

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Í gær

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma
433Sport
Í gær

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið