fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
433Sport

Kári treystir sér ekki til að alhæfa um fjarveru lykilmanna: „Það er svekkjandi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. september 2020 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason verður fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Englandi á morgun þegar liðin mætast á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni.

Allir leikmenn Íslands eru leikfærir en eins og fjallað hefur verið um vantar marga lykilmenn fyrir þennan stórleik. Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason gáfu ekki kost á sér. Aroni Einari Gunnarssyni var bannað að ferðast frá Katar og Ragnar Sigurðsson hefur glímt við meiðsli.

Íslenska liðið er læst inni á hóteli vegna kórónuveirunnar en iðulega geta leikmenn farið af hótelinu í verkefni. „Þetta er í rauninni ekkert öðruvísi, við höfum verið með frítíma í öðrum verkefnum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru menn bara að einbeita sér að næsta leik,“ sagði Kári á fréttamannafundi í dag.

Þrátt fyrir mörg ný andlit í hópnum er Kári sáttur með gang mála. „Stemmningin er mjög góður, eins og alltaf. Það kemur bara maður í manns stað og þetta er tækifæri fyrir unga leikmenn að festa sig í sessi.“

Ísland og England áttust síðast við árið 2016 þegar Ísland vann sinn fræknasta sigur á Evrópumótinu í Frakkland. ,,Þetta er allt annað enskt lið í raun, þó þeir hafi nokkra leikmenn sem voru þar. Sterling er eldri og betri og sama gildir um Harry Kane. Þetta er yngra lið, meiri hraði en var 2016. Framlína þeirra er á heimsmælikvaraða, við treystum okkur í þetta verkefni.“

Eins og fyrr segir vantar lykilmenn en Kári segir að ekki sé hægt að dvelja við það. „Ég er alltaf svekktur þegar það eru leikmenn sem komast ekki, við erum ekki það heppnir að geta valið úr endalaust af leikmönnum. Það er svekkjandi en öll þessi tilfelli eru mismunandi. Ég get ekki alhæft um það af hverju menn ákváðu að koma ekki. Þetta er klisja en aðrir verða að horfa á þetta sem tækifæri til að festa sig í sessi, það er kominn tími á það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þór/KA vann FH í fallbaráttuslag

Þór/KA vann FH í fallbaráttuslag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Grindavík sigraði Magna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toppliðin unnu sína leiki í Lengjudeildinni – ÍBV vann loksins leik

Toppliðin unnu sína leiki í Lengjudeildinni – ÍBV vann loksins leik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Everton taplausir – Gylfi kom við sögu

Everton taplausir – Gylfi kom við sögu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnaðar lokamínútur í fyrsta sigri Manchester United

Magnaðar lokamínútur í fyrsta sigri Manchester United
433Sport
Í gær

Eiginkonur knattspyrnustjarnanna í sárum – Grét þegar hún las þetta – „Ég elska þig“

Eiginkonur knattspyrnustjarnanna í sárum – Grét þegar hún las þetta – „Ég elska þig“
433Sport
Í gær

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga
433Sport
Í gær

FH staðfestir kaup á Matta Vill

FH staðfestir kaup á Matta Vill
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu