fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433

Grótta sótti danskan leikmann

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á lokadegi félagaskiptagluggans náði Grótta samkomulagi við danska úrvalsdeildarliðið Vejle BK um að Tobias Sommer Sörensen, 19 ára gamall varnar- og miðjumaður, kæmi að láni út leiktíðina.

Tobias hefur leikið 3 leiki með U18 og 8 leiki með U19 ára landsliðum Danmerkur, en hann lék sína fyrstu leiki með Vejle BK í dönsku fyrstu deildinni í vor.

Tobias gerði nýjan tveggja ára samning við danska liðið í byrjun árs og bindur félagið miklar vonir við leikmanninn í framtíðinni.

Tobias er annar erlendi leikmaðurinn sem Grótta fær á þessari leiktíð en félagið hafði um nokkurt skeið ekki borgað neinum leikmanni laun en nú eru hið minnsta tveir leikmenn á launaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?