fbpx
Laugardagur 24.október 2020
433Sport

United skoðar það að fá Kante – Leggja fram sitt síðasta tilboð í Sancho

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. september 2020 08:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur átt samtal við umboðsmann N´Golo Kante um að ganga í raðir Manchester United frá Chelsea. Enska blaðið Mirror segist hafa öruggar heimildir fyrir því.

Kante þénar tæplega 300 þúsund pund á viku en United er ekki tilbúið að greiða honum slík laun. Chelsea er að skoða það að selja nokkra leikmenn og gæti Kante komið til greina.

Kante lék áður með Leicester þar sem hann varð enskur meistari en hann varð einnig enskur meistari með Chelsea.

Þá segja flest allir fjölmiðlar frá því að United muni leggja fram 90 milljóna punda tilboð í Jadon Sancho kantmann Dortmund nú í upphafi vikunnar.

Sancho hefur verið efstur á óskalista Manchester United í sumar en Dortmund hefur hingað til heimtað 105 milljónir punda fyrir hann.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City