fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Suárez byrjar vel með Atlético Madrid

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 27. september 2020 16:27

Mynd: Atletico Madrid - Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Suárez skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu í 6-1 sigri Atlético Madrid á Granada í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Suárez með liðinu.

Suárez byrjaði á varamannabekk Atlético en kom inn á þegar 70. mínútur voru liðnar af leiknum.

Tveimur mínútum síðar var hann búinn að leggja upp mark fyrir Llorente.

Fyrra mark Suárez kom á 85. mínútu, hann var síðan aftur á ferðinni á 93. mínútu þegar hann innsiglaði 6-1 sigur Atlético Madrid.

Suárez gekk nýverið í raðir Atlético frá Barcelona fyrir um það bil 6 milljónir evra. Það jafngildir um 973 milljónum íslenskra króna.

A.Madrid 6 – 1 Granada
1-0 Diego Costa (‘9)
2-0 Ángel Correa (’47)
3-0 Joao Felix (’65)
4-0 Llorente (’72)
5-0 Luis Suárez (’85)
5-1 Jorge Molina (’87)
6-1 Luis Suárez (’93)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Isak sló vafasamt met

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal