fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

3. deild: Reynir Sandgerði á uppleið

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 26. september 2020 17:22

Mynd: Reynir Sandgerði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir leikir fóru fram í 3. deild karla í dag. Reynir Sandgerði stefnir hraðbyri í áttina að 2.deild en liðið vann KFG 1-4.

Magnús Sverrir Þorsteinsson kom Reyni S. yfir á 16. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Guðmundur Gísli Gunnarsson skoraði annað mark liðsins þremur mínútum síðar.

Magnús Sverrir var síðan aftur á ferðinni á 20. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Reynis. Strahinja Pajic bætti við fjórða marki liðsins á 25. mínútu.

Gunnar Helgi Hálfdanarson minnkaði muninn fyrir KFG á 46. mínútu en nær komust heimamenn ekki. 1-4 sigur Reyni S. staðreynd. Reynir S. er í 2. sæti deildarinnar með 39 stig, ellefu stigum meira en KFG sem sitja í 3. sæti deildarinnar.

Önnur úrslit í þriðju deildinni urðu þau að Höttur/Huginn vann Vængi Júpíters á útivelli 0-1. Álftanes vann Einherja í markaleik, lokatölur á Álftanesi urðu 4-3. Sindri og Augnablik mættust í lokaleik dagsins í 3. deildinni. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Sindra

KFG 1 – 4 Reynir S.
0-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson, víti (’16)
0-2 Guðmundur Gísli Gunnarsson (’19)
0-3 Magnús Sverrir Þorsteinsson (’20)
0-4 Strahinja Pajic (’25)
1-4 Gunnar Helgi Hálfdánarsson

Vængir Júpíters 0 – 1 Höttur/Huginn

Álftanes 4 – 3 Einherji

Sindri 2 – 1 Augnablik
0-1 Brynjar Óli Bjarnason
1-1 Robertas Freidgeimas (’41)
2-1 Ingvi Þór Sigurðsson (’59)

Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengnar af urslit.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool