fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Elín Metta tryggði Íslandi mikilvægt stig í undankeppni EM

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 22. september 2020 20:00

Ísland fagnar marki í undankeppninni á móti Lettum. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti því sænska á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer á Englandi næsta sumar.

Fyrirfram var búist við erfiðum leik fyrir íslenska liðið. Lið Svía lenti í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í fyrra. Ísland og Svíþjóð voru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki áður en leikurinn hófst.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 33. mínútu. Þar var að verki Anna Anvegård. Hún setti boltann snyrtilega í markið eftir undirbúning Sofia Jakobsson. Á 42. mínútu kom Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði boltanum í netið eftir hornspyrnu Hallberu. Markið var dæmt af. Dómarinn vildi meina að Glódís Perla hafi brotið á markmanni Svía í aðdraganda marksins.

Íslenska liðið virtist eflast við þetta. Dagný Brynjarsdóttir fékk gott tækifæri til að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks eftir góða fyrirgjöf frá Sveindísi Jane. Það tókst ekki og staðan í hálfleik 0-1 Svíum í vil.

Ísland jafnaði metin á 61. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði með skalla eftir langt innkast frá Sveindísi Jane. Þetta var hennar 16. mark í landsleik númer 51. Lengra komust liðin ekki og tóku eitt stig hvort.

Næsti leikur Íslands í undankeppninni verður einnig á móti Svíþjóð. Leikið verður í Svíþjóð þann 27. október.

Ísland 1 – 1 Svíþjóð

0-1 Anna Anvegård (33′)
1-1 Elín Metta Jensen (61′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum