fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Rúnar Alex um skrefið inn á stærsta sviðið: „Stór dagur fyrir mig og fjölskyldu mína.“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. september 2020 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég er gríðarlega ánægður og stoltur. Þetta er stór dagur fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson við heimasíðu Arsenal eftir að hafa skrifað undir samning við þetta enska stórveldi.

Arsenal staðfestir að Rúnar muni leika í treyju númer 13 en hann gerir fjögurra ára samning með möguleika á fimmta árinu.

„Þetta er eitt stærsta félag í heimi, þeir hafa unnið deildina 13 sinnum og enska bikarinn 14 sinnum. Þetta er mjög stórt félag og að spila í ensku úrvalsdeildinni, þetta er sigur fyrir mig á alla vegu.“

Rúnar er 25 ára gamall og kemur frá franska liðinu Dijon. „Ég veit að ég þarf að leggja mikið á mig, ég er klár í að gera allt til þess að spila eins margar mínútur og möguleiki er á.“

Inaki Cana markmannsþjálfari Arsenal vann með Rúnari hjá danska liðinu Nordsjælland. „Okkar samband hefur verið gott, við höfum alltaf haldið sambandi. Ég spilaði í Frakklandi en hann þjálfaði á Englandsi.“

,,Það er mjög mikilvægt fyrir mig að þekkja einhvern hérna þegar ég kem hingað. Hann þekkir mína styrkleika, hann veit hvað ég þarf að bæta og hvað ég get gefið félaginu. Það er gott að hitta hann aftur.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“
433Sport
Í gær

Elías Már með tvennu í sigri

Elías Már með tvennu í sigri
433Sport
Í gær

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám
433Sport
Í gær

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum
433Sport
Í gær

Arnór skoraði í sigri CSKA

Arnór skoraði í sigri CSKA