fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Jafntefli á Víkingsvelli

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 21. september 2020 22:00

Víkingar sakna Kára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafntefli var niðurstaðan í leik Víkings frá Reykjavík og HK í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Leikið var á Víkingsvelli.

Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 75. mínútu með skallamarki. Fimm mínútum síðar jöfnuðu Víkingar þó leikinn, þar var að verki Ágúst Eðvald Hlynsson.

HK-ingar léku seinustu mínútur leiksins manni færri. Ívar Örn Jónsson fékk sitt annað gula spjald á 83. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Víkingur R er eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 14 leiki. HK er í 7. sæti með 18 stig eftir 15. leiki.

Víkingur R. 1-1 HK
0-1 Bjarni Gunnarsson (’75)
1-1  Ágúst Eðvald Hlynsson (’80)
Rautt spjald: Ívar Örn Jónsson, HK (’83)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni