fbpx
Mánudagur 26.október 2020
433Sport

Keyrði 1.900 kílómetra vegna eldgossins í Eyjafjallajökli

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 18. september 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 er mörgum ferskt í minni. Eldgosinu fylgdu margs konar vandræði. Þar á meðal fóru flugsamgöngur úr skorðum víðsvegar í Evrópu.

Einn af þeim sem átti flug á þessum tíma var þáverandi leikmaður Liverpool, Fernando Torres. Hann átti að hitta skurðlækni í Barcelona vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leik með Liverpool.

Ekki var hægt að fljúga frá Liverpool til Barcelona vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugferð sem hefði tekið tæpar tvær og hálfa klukkustund.

Torres var mikið í mun að hitta þennan skurðlækni til þess að fá það á hreint sem fyrst hvort hann þyrfti að fara í aðgerð. Ástæðan var sú að framundan var Heimsmeistaramótið í knattspyrnu og spænska landsliðið var talið sigurstranglegt.

Hann ákvað því að ferðast 1.900 kílómetra vegalengd í bíl. Ferð sem að tók nánast heila helgi.

,,Ég verð að spila á Heimsmeistaramótinu, því ég veit að Spánn getur unnið,“ sagði Torres við skurðlækninn Ramon Cugat.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri heimildarmynd um Fernando Torres sem kemur á steymisveituna Amazon Prime video í dag. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var meðvitaður um að velja ekki auðveldu leiðina í lífinu – „Margir komnir í gröfina eða í fangelsi“

Var meðvitaður um að velja ekki auðveldu leiðina í lífinu – „Margir komnir í gröfina eða í fangelsi“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sendi sárþjáðum vini sínum kveðju og fékk misjöfn viðbrögð – „Hvenær er jarðarförin?“

Sendi sárþjáðum vini sínum kveðju og fékk misjöfn viðbrögð – „Hvenær er jarðarförin?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Goðsögn hefur áhyggjur af Van de Beek hjá United

Goðsögn hefur áhyggjur af Van de Beek hjá United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Legghlífar Vardy og það sem stendur á þeim vakti mikla athygli

Legghlífar Vardy og það sem stendur á þeim vakti mikla athygli
433Sport
Í gær

Jón Dagur byrjaði í tapi

Jón Dagur byrjaði í tapi
433Sport
Í gær

Viðar Örn og Valdimar skoruðu í Noregi

Viðar Örn og Valdimar skoruðu í Noregi
433Sport
Í gær

Fínn í fótbolta en slakur í þessari íþrótt – Liðsfélagi hans fór í hláturkast

Fínn í fótbolta en slakur í þessari íþrótt – Liðsfélagi hans fór í hláturkast
433Sport
Í gær

Vináttuleik á milli Englands og Þýskalands aflýst vegna Covid-19 smits

Vináttuleik á milli Englands og Þýskalands aflýst vegna Covid-19 smits