fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Keyrði 1.900 kílómetra vegna eldgossins í Eyjafjallajökli

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 18. september 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 er mörgum ferskt í minni. Eldgosinu fylgdu margs konar vandræði. Þar á meðal fóru flugsamgöngur úr skorðum víðsvegar í Evrópu.

Einn af þeim sem átti flug á þessum tíma var þáverandi leikmaður Liverpool, Fernando Torres. Hann átti að hitta skurðlækni í Barcelona vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leik með Liverpool.

Ekki var hægt að fljúga frá Liverpool til Barcelona vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugferð sem hefði tekið tæpar tvær og hálfa klukkustund.

Torres var mikið í mun að hitta þennan skurðlækni til þess að fá það á hreint sem fyrst hvort hann þyrfti að fara í aðgerð. Ástæðan var sú að framundan var Heimsmeistaramótið í knattspyrnu og spænska landsliðið var talið sigurstranglegt.

Hann ákvað því að ferðast 1.900 kílómetra vegalengd í bíl. Ferð sem að tók nánast heila helgi.

,,Ég verð að spila á Heimsmeistaramótinu, því ég veit að Spánn getur unnið,“ sagði Torres við skurðlækninn Ramon Cugat.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri heimildarmynd um Fernando Torres sem kemur á steymisveituna Amazon Prime video í dag. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum