fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Arnór Ingvi skoraði – Íslendingaflótti úr Evrópudeildinni

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 20:59

Arnór Ingvi skoraði í kvöld

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó nokkrir Íslendingar spiluðu í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Tveir Íslendingar af þeim sex sem spiluðu komust áfram í næstu umferð keppninnar.

Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður á 79. mínútu og skoraði annað mark Malmö sem sigraði Hanvéd frá Ungverjalandi 2-0. Leikið var í Budapest.

Alfons Sampsted kom inn á sem varamaður á  72. mínútu er lið hans Bodo/Glimt frá Noregi sigraði Zalgiris Vilnius frá Litháen, 3-1.

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði allan leikinn er lið hans Astana frá Kazakstan, tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Buducnost frá Svartfjallalandi. Astana því úr leik.

Willum Þór Willumsson spilaði allan leikinn fyrir lið sitt Bate Borisov sem tapaði 2-0 á útivelli fyrir CSKA Sofia í Búlgaríu.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF og spilaði 76.mínútur er lið hans steinlá fyrir Mura frá Slóveníu. Lokatölur 3-0.

Axel Óskar Andrésson var í byrjunarliði Viking sem tapaði 0-2 fyrir skoska liðinu Aberdeen. Axel var skipt útaf á 76. mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu