fbpx
Mánudagur 28.september 2020
433Sport

Sagðir hafa brotið alvarlega af sér með því að nafngreina Andreu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 13:40

Fréttablaðið/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur úrskurðað að Hafliði Breiðfjörð, á Fótbolta.net og ritstjórarnir Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon, hafi brotið siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun sinni og nafn- og myndbirtingu af knattspyrnukonunni Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, leikmanni Breiðabliks í lok júní á þessu ári. Andrea kærði umfjöllun Fótbolta.net til siðanefndar.

Andrea var nafngreind af Fótbolta.net þegar hún greindist með kórónuveiruna í lok júní og aðrir fjölmiðlar vitnuðu svo í greinina sem Fótbolti.net hafði birt.

Andrea hafði komið til Íslands frá Bandaríkjunum 17 júní og lék tvo leiki með Breiðabliki eftir heimkomuna. Hún greindist með kórónuveiruna átta dögum síðar eða 25 júní. Nokkur fjöldi fór í sóttkví vegna veikinda Andreu sem hafði fengið veiruna rétt fyrir komu til landsins.

„Kvartað var til kærðu fyrir hönd kæranda sama dag og fréttin birtist og þess krafir að nafn hennar og mynd hennar yrðu afnámið úr fréttinni. Ekki var orðið við því af hálfu kærðu,“ segir í dómi siðanefndar Blaðamannafélagsins.

Siðanefndin telur að meginatriði málsins sé að nafn Andreu hafi verið birt í heimildarleysi. Siðanefnd telur að ekki hafi verið nein sérstök rök fyrir nafnbirtingu í tengslum við fréttir um smit hjá kvennaliði Breiðabliks.

„Í andsvörum kærðu sem lögmaður (Einar Páll Tamimi) ritar fyrir hönd þeirra allra, er ekki greint frá hlutverki hvers þeirra við fréttaflutning sem kært er vegna. Siðanefnd getur því ekki gert upp á milli kærðu að öðru leyti en að ekki er tilefni til að telja netmiðilinn sjálfan brotlegan,“ segir í dómnum og að það liggi fyrir að Hafliði hafi ritað fréttina. Brotið er sagt alvarlegt.

Úrskurðinn má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guðjón Þórðarson þurfti að leggjast inn á sjúkrahús um helgina

Guðjón Þórðarson þurfti að leggjast inn á sjúkrahús um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lúðvík segir meðlimi á Hrafnistu á óskalista í Garðabæ – „Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna“

Lúðvík segir meðlimi á Hrafnistu á óskalista í Garðabæ – „Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu höggið sem allt varð vitlaust yfir í Vesturbænum í gær – „Svindl og svínarí“

Sjáðu höggið sem allt varð vitlaust yfir í Vesturbænum í gær – „Svindl og svínarí“
433Sport
Í gær

Birkir Már bjargaði stigi fyrir Val gegn Breiðablik – Stjarnan vann HK

Birkir Már bjargaði stigi fyrir Val gegn Breiðablik – Stjarnan vann HK
433Sport
Í gær

,,Þið eruð að eyðileggja knattspyrnuna fyrir öllum!“

,,Þið eruð að eyðileggja knattspyrnuna fyrir öllum!“
433Sport
Í gær

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni