fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
433Sport

Enski boltinn: Markaveisla í Liverpool – Salah með þrennu

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 12. september 2020 18:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurvegarar síðasta tímabils tóku á móti nýliðum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool byrjaði leikinn betur og komst liðið yfir eftir að Mohammed Salah skoraði mark úr víti snemma í leiknum. Nýliðarnir svöruðu fyrir sig skömmu síðar en það var Jack Harrison sem jafnaði metin.

Á 20. mínútu skoraði varnarmaðurinn Virgil van Dijk með föstum skalla eftir hornspyrnu. Patrick Bamford náði þó að jafna metin aftur fyrir Leeds, 10 mínútum síðar. Einungis þremur mínútum eftir að Leeds jafnaði náði Salah að skora sitt annað mark og koma Liverpool aftur yfir. Nýliðarnir voru þó ekki búnir að gefast upp og á 66. mínútu náði Mateusz Klich að jafna fyrir Leeds.

Liverpool pressaði mikið eftir þetta og má segja að mark hafi legið í loftinu í langan tíma þegar liðið fékk dæmt annað víti undir lok leiksins. Salah fór aftur á punktinn og skoraði sigurmark leiksins og sitt þriðja mark. Lokaniðurstaðan því 4-3 í stórskemmtilegum leik.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þór/KA vann FH í fallbaráttuslag

Þór/KA vann FH í fallbaráttuslag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Grindavík sigraði Magna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toppliðin unnu sína leiki í Lengjudeildinni – ÍBV vann loksins leik

Toppliðin unnu sína leiki í Lengjudeildinni – ÍBV vann loksins leik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Everton taplausir – Gylfi kom við sögu

Everton taplausir – Gylfi kom við sögu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnaðar lokamínútur í fyrsta sigri Manchester United

Magnaðar lokamínútur í fyrsta sigri Manchester United
433Sport
Í gær

Eiginkonur knattspyrnustjarnanna í sárum – Grét þegar hún las þetta – „Ég elska þig“

Eiginkonur knattspyrnustjarnanna í sárum – Grét þegar hún las þetta – „Ég elska þig“
433Sport
Í gær

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga
433Sport
Í gær

FH staðfestir kaup á Matta Vill

FH staðfestir kaup á Matta Vill
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu