fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Heilbrigðisráðuneytið hafnaði beiðni KSÍ – Meta hvort það sé raunhæft að halda mótinu áfram

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 16:26

Svandís Svavarsdóttir,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ ræddi í dag við Fótbolta.net um stöðu mála í knattspyrnunni á Íslandi en kórónuveiran hefur undanfarið sett stórt strik í reikninginn hjá hreyfingunni.

Heilbrigðisráðuneytið hafnaði því í dag að KSÍ fengi undanþágu frá samkomubanni svo knattspyrnuleikir gætu farið fram á næstunni. „Við funduðum í kringum hádegið og erum að meta stöðuna,“ sagði Valgeir um málið. „Okkar beiðni var hafnað og því frestuðum við því öllum mótum í meistara, öðrum og þriðja flokki til 13. ágúst. Miðað við fréttir frá Almannavörnum og sóttvarnalækni þá er staðan okkur ekkert sérstaklega í hag. Við þurfum að meta næstu daga hvar við stöndum og hvort það sé raunhæft að halda mótahaldinu áfram að sinni.

KSÍ setti fram nýja reglugerð fyrr á árinu ef ske kynni að kórónuveiran myndi hafa áhrif á fótboltann hér á landi. Íslandsmótin þurfa nú að klárast í nóvember en ef búið er að leika 2/3 af mótinu þá er hægt að ljúka því eins og það stendur ef ekki gefst færi á að spila meira.

„Við eigum ennþá tíma. Næstu dagar og næstu vikur munu skýra þetta frekar. Við tókum þessa ákvörðun í dag í samræmi við tilmæli sóttvarnaryfirvalda að fresta til og með 13. ágúst. Mögulega koma fram einhverjar nýjar upplýsingar eða tilmæli í næstu viku og við munum að sjálfsögðu fylgjast með því og bregðast við í framhaldinu. Staðan er óheppileg og á vissan hátt óljós en þannig er heimurinn í dag“

Valgeeir segir að það muni klárlega ekki vera spilaður fótbolti á meðan það er ekki heimilað. „Við erum komin mjög langt inn í sumarið og höfum leikið frekar fáa leiki í öllum deildum. Vandinn hefur safnast upp og við þurfum að meta á næstunni hvort það sé raunhæft að halda áfram. Núna er mikilvægt að við náum árangri í baráttunni við þessa veiru og vonandi getum við öll lagst á eitt í því. Það er stóra málið.“

Beiðnin sem heilbriðgðisráðuneytið hafnaði innihélt atriði sem byggja á því sem þýska og danska knattspyrnusambandið hefur unnið með í tengslum við þeirra leiki. Þá var einnig stuðst við leiðbeiningar UEFA. „Þar er talað um að halda fjarlægð á varamannabekkjunum enda er samneytið mest þar. Ekki nota sameiginleg ílát utan leikvallarins og ýmis slík atriði sem að menn hafa unnið með annar staðar og hafa gefist vel,“ sagði Valgeir en ljóst er að þetta dugði ekki heilbrigðisyfirvöldum sem vilja enn að öllu sé frestað til og með 13. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn