fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Guðjón líkir þessu við fangelsi – „Það er ekki eins og menn séu að knúsast og kyss­ast á æfingum“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, var í viðtali við þá Valtýr Björn Valtýssin og Magnús Böðvarsson í útvarpsþættinum Mín skoðun á Sport FM.

Guðjón er þessa stundina staddur í COVID-19 sóttkví en smit kom upp í liði Víkings í síðustu viku. „Þetta er eins og að vera í fangelsi, það er ekkert annað,“ sagði Guðjón þegar hann var spurður um það hvernig það er að vera í sóttkví.

Guðjón var ósáttur með það að lið megi ekki æfa til 13. ágúst næstkomandi. Þá benti Guðjón á að á Norðurlöndunum megi lið bæði spila og æfa. „Þetta er öfga­kennt. Það er æft á Norður­lönd­un­um og spilað. Það er líka annað, íþróttaæf­ing­ar á völl­un­um eru 105×70 og það er ekki eins og menn séu að knúsast og kyss­ast á þess­um æf­ing­um. Það er meira að segja hægt að hafa æf­ing­ar án snert­inga og menn þrífa sig og passa sig strax eft­ir æf­ing­ar,“ sagði Guðjón í þættinum. „Það er hægt að æfa með færsl­um og öðru án þess að snert­ast. Þú set­ur hanska á hend­urn­ar og pass­ar þær. Það er mis­ræmi í þessu hjá stjórn­völd­um.“

Þá nefndi Guðjón að hann hafi séð mynd úr Leifsstöð og að þar hafi verið mikið af fólki. „Maður sá mynd af troðfullri Leifs­stöð og það má ekki vera þannig að það sé henti­stefna hvernig hlut­irn­ir eru,“ sagði Guðjón. „Það er ekki skrítið að sumt fólk sé að missa þol­in­mæðina þar sem aðstæðurn­ar eru mis­jafn­ar. Við erum að bjóða inn fólki frá Nor­egi, Dan­mörku og öðrum lönd­um til Íslands. Þar er verið að spila fót­bolta­leik­ina og fólk er að koma frá þess­um lönd­um án þess að fara í skim­um og við meg­um ekki spila fót­bolta.“

Guðjón segir einnig frá því þegar hann fór til Akureyrar um daginn. „Þegar ég fór til Ak­ur­eyr­ar voru raðir fyr­ir utan bar­inn og troðfullt inni. Á sama tíma var verið að spila áhorf­enda­laust í bikarnum. Það er ekki mikið sam­ræmi í þessu. Fólk sem er fullt, skakkt og hvað eina er ekki að hugsa um tveggja metra regl­una. Ef það er ein­hvers staðar holl starf­semi og áhugi fyr­ir því að hafa hlut­ina í lagi er það í íþrótta­hreyf­ing­unni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga
433Sport
Í gær

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið
433Sport
Í gær

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“
433Sport
Í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær
433Sport
Í gær

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum
433Sport
Í gær

Raggi Sig spilaði í sigri í Evrópudeildinni

Raggi Sig spilaði í sigri í Evrópudeildinni
433Sport
Í gær

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“